Reykingabannsbúnaður

Ég var að vesenast í Danaveldi um daginn.

Þar er á allnokkrum vinnustöðum (þ.á.m. veitingastöðum) búnaður frá þessu fyrirtæki: www.smokefreesystems.com , og öðrum sambærilegum fyrirtækjum.

Þetta er búnaður sem alveg svínvirkar, og ég skil ekki af hverju enginn fær að nýta þetta hér á landi og þar með milda aðeins kjaftshöggið fyrir þá sem ennþá reykja.

Mér finnst rosalega leiðinlega komið fram við reykingafólk, þetta er orðið svolítið nornaveiðalegt.  Tilgangurinn með reykingabanninu var upphaflega sá að koma í veg fyrir að starfsfólk sem kærði sig ekki um slíkt, yrði þvingað til að vinna í reykmettuðu og heilsuspillandi umhverfi. Það er að sjálfsögðu göfugur tilgangur og ekkert minna en eðlilegt.

En, 

mér, og mörgum öðrum, finnst gott að reykja.

Ég veit að það er ekki hollt fyrir mig.

Mér, og mörgum öðrum, finnst líka gott að fá mér bjór.

Svo finnst mér, og mörgum öðrum, alveg hrikalega gott að gera bæði í einu, EN ÞAÐ ER ALVEG SVAKALEGA BANNAÐ!!! 

Af hverju mega staðir eins og Hressó og fleiri, sem eru með afgirta utanhúss reykingaaðstöðu, ekki leyfa mér að njóta bjórs og reyks saman þegar fer að kvölda, en leyfa mér það á daginn?

Er hollara að gera þetta saman á daginn? 

Nei, það er bara vegna þess að það gæti verið meira gaman fyrir fólk að gera svona á kvöldin.

Gaman er bannað. Alveg eins og gott er bannað.

Reglusmíðarar Íslands eru stundum á því að þeir þurfi bara að smíða nógu assgoti leiðinlegt.

Allt sem heitir málamiðlun í svona málum er bannað, hér skal bara vera leiðinlegt, hér finnum við ekki leiðir sem mögulega þjóna sama upphaflega tilganginum, bara á ofurlítið mannúðlegri hátt. Nei, hér má bara vera leiðinlegt.

Glatað. 


mbl.is Borgin ráðalaus vegna reykklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Unnar

Já svona er þetta. Samt er reykherbergi í alþingishúsinu.

Magnús Unnar, 30.1.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Agný

Ég er ein af þessum útskúðu...eigum við að finna eitthvað reykingarafdrep fyrir alla hina sem enn vilja reykja...þó svo við vitum að þetta sé ekki hollt..en fjárans tvískinnungurinn í öllu því í fjáranum má selja tó"bjakkið" en ekki nota það? Mér er spurn...en tel mig svo sem vita svarið ..en það er vegna þess að tóbaksframleiðendur eru stærstu styrktaraðilar Krabbameinssamtaka og í sambandi við rannsóknir á krabbameini...sama og framleiðandi Ritalin (Ciba Geigy / Novartis er stærsti styrktaraðili ADHD samtaka Bandaríkjanna,  Monsanto framleiðandi Aspartame er styrktaraðili svo gott sem allra sjúklingasamtaka í USA og mig minnir að þar sé efst samtök sykursjúkra.... ,, Hundurinn bítur ekki í hendina sem réttir honum kjötbitann"...nema af græðgi...  

Annað...ætli tóbaksframleiðendur séu ekki þeir aðilar sem standa á bak við framleiðslu allra nikotín varanna sem þér er bent á skifta yfir í úr rettunni... ef ekki þá er ég illa svikin...svo enn eitt..í nikotin tiggjóinu er Aspartame...þannig að þú verður sko komin með þokkalega mikið af alskyns eirunareinkennum af völdum þess eftir smá tíma ...og þokkalega húkkt líka.... Hehumm...kvitta sjaldan..því mér hættir til að skrifa það mikið að það verður eins og bloggfærsla...  Reykmettuð kveðja... 

Agný, 31.1.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband